Fermingarferðalög á Hólavatn og Vestmannsvatn

Í síðustu viku fóru væntanleg fermingarbörn í Glerárkirkju í ferð á Hólavatn. Fermingarferðirnar verða í næstu viku fyrir börn úr Akureyrarkirkja. Þessar ferðir marka upphaf fermingarstarfsins og eru farnar til að hrista hópana saman og væntanleg fermingarbörn kynnast prestum og fræðurum.

Á vefsíðu Akureyrarkirkju eru frekari upplýsingar um væntanlega ferð sem þarf að skrá sig í hér.

Skráning í fermingarfræðsluna er hafinn á má finna upplýsingar um það á vefsíðum kirknanna www.akureyrarkirkja.is og www.glerarkirkjan.is.

Hér eru myndir frá ferðalaginu á Hólavatn og frásögn Sunnu Kristrúnar djákna.

Ferð fermingarbarna á Hólavatn

Verðandi fermingarbörn Glerárkirkju fóru í sínar árlegu fermingarferðir á Hólavatn í síðustu viku. Ferðirnar voru mjög vel heppnaðar, krakkarnir glaðir að hittast eftir sumarfrí og skemmtu sér vel við að kynnast prestunum fyrir fermingarfræðslu vetrarins. Einnig Sunnu djákna og Eydísi Ösp svæðisfulltrúa KFUM og KFUK sem sjá um UD Glerá unglingastarfið, að ótöldu hinu stórskemmtilega starfsfólki Hólavatns sem aðstoðar okkar alltaf í þessum ferðalögum. Okkur hlakkar mikið til vetrarins með þessum flotta hópi.