Barnastarfsnámskeið 5. sept. á Akureyri

Nú styttist í barnastarfsnámskeiðið 2017. Elín Elísabet Jóhannsdóttir, verkefnastjóri barnastarfs kirkjunnar, verður með námskeiðið á Akureyri 5. september. Námskeiðið verður í Glerárkirkju (Breytt staðsetning). Hann annast skráningu í síma 897 3302 eða gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is eða þá á facebook/kirkjustarf. Námskeiðið er starfsfólki barnastarfsins að kostnaðarlausu og býður prófastsdæmið þátttakendum til kvöldverðar að loknu námskeiði.

Dagskrá:

Kl.17.00 -18.00

Kynning á barnaefni vetrarins.

Splunkunýtt sunnudagskólalag kynnt og myndband með því ásamt hreyfingum.

Hafdís og Klemmi í sunnudagaskólanum: Splunkuný myndbönd.

Nýtt úthendi fyrir börnin.

18:00 – 20.00

Leiðtogaefling

Kvöldmatur og umræður

VILTU LÆRA ÖLL BESTU LÖGIN Í BARNASÁLMABÓKINNI?

Í framhaldi af kynningu á efni fyrir barnastarf vetrarins, er boðið upp á kvöldnámskeið til að kynna og kenna 15-20 góð lög úr Barnasálmabókinni.

Þetta er frábært tækifæri fyrir starfsfólk kirkjunnar í barna- og æskulýðsstarfi að kynnast nýjum lögum og þjálfa önnur betur.

Hvenær: – þriðjudaginn 5. september kl. 19.30 – 21.30

Hvar: – Glerárkirkju

Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri annast kennsluna og mun einnig gefa góð ráð varðandi söng með börnum.

Námskeiðið er endurgjaldslaust, en nauðsynlegt að skrá sig hjá Guðmundi héraðspresti.

About Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur (371 Articles)
Vefstjóri Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis. Vefurinn hefur það markmið að endurspegla þjóðkirkjuna á Norðausturlandi.
%d bloggurum líkar þetta: