Barnastarfsnámskeið 5. sept. á Akureyri

Nú styttist í barnastarfsnámskeiðið 2017. Elín Elísabet Jóhannsdóttir, verkefnastjóri barnastarfs kirkjunnar, verður með námskeiðið á Akureyri 5. september. Námskeiðið verður í Glerárkirkju (Breytt staðsetning). Hann annast skráningu í síma 897 3302 eða gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is eða þá á facebook/kirkjustarf. Námskeiðið er starfsfólki barnastarfsins að kostnaðarlausu og býður prófastsdæmið þátttakendum til kvöldverðar að loknu námskeiði.

Dagskrá:

Kl.17.00 -18.00

Kynning á barnaefni vetrarins.

Splunkunýtt sunnudagskólalag kynnt og myndband með því ásamt hreyfingum.

Hafdís og Klemmi í sunnudagaskólanum: Splunkuný myndbönd.

Nýtt úthendi fyrir börnin.

18:00 – 20.00

Leiðtogaefling

Kvöldmatur og umræður

VILTU LÆRA ÖLL BESTU LÖGIN Í BARNASÁLMABÓKINNI?

Í framhaldi af kynningu á efni fyrir barnastarf vetrarins, er boðið upp á kvöldnámskeið til að kynna og kenna 15-20 góð lög úr Barnasálmabókinni.

Þetta er frábært tækifæri fyrir starfsfólk kirkjunnar í barna- og æskulýðsstarfi að kynnast nýjum lögum og þjálfa önnur betur.

Hvenær: – þriðjudaginn 5. september kl. 19.30 – 21.30

Hvar: – Glerárkirkju

Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri annast kennsluna og mun einnig gefa góð ráð varðandi söng með börnum.

Námskeiðið er endurgjaldslaust, en nauðsynlegt að skrá sig hjá Guðmundi héraðspresti.