150 ára afmæli Möðruvallaklausturskirkju 27. ágúst kl. 13

Sunnudaginn 27. ágúst verður hátíðarguðsþjónusta í Möðruvallaklausturskirkju kl. 13:00 í tilefni 150 ára afmælis kirkjunnar.
Sr. Magnús G Gunnarsson og sr. Oddur Bjarni Þorkelsson þjóna fyrir altari og Sr. Jón Ármann Gíslason prófastur predikar.
Tónlist verður í umsjón Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur og kór kirkjunnar.
Veitingar, leikir og ýmislegt í boði að guðsþjónustunni lokinni.