Ekkert barn útundan – Haustsöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar

Hjálparstarf kirkjunnar hefur hafið fjársöfnun til stuðnings við efnalitlar fjölskyldur í upphafi skólaárs. Skólataska, vetrarfatnaður, skór og stígvél, allt kostar þetta peninga svo ekki sé minnst á útgjöld vegna íþrótta- og tómstundastarfs sem falla til á haustin sem og kostnað vegna námsgagna þar sem greiða þarf fyrir þau.
Foreldrar grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör leita um þessar mundir stuðnings hjá Hjálparstarfinu til að geta útbúið börnin í skólann. Í fyrrahaust fengu foreldrar um 200 barna aðstoð hjá okkur og við búumst við svipuðum fjölda umsókna um stuðning nú.
Efnaleysi á ekki að hindra börn í námi eða í íþrótta- og frístundastarfi með jafnöldrum sínum. Öll börn eiga að geta hlakkað til að byrja í skóla!
Við höfum stofnað valgreiðslukröfu með skýringunni Styrkur í heimabanka landsmanna að uphæð 2.600 krónur en einnig er hægt að senda sms í símanúmerið 1900 með textanum Styrkur og þá gjaldfærast 1.300 krónur af næsta símreikningi.
Nánari upplýsingar:
Kristín Ólafsdóttir fræðslufulltrúi
sími 528 4406 / 615 5563, netfang: kristin@help.is