Taizé-messa í Akureyrarkirkju 13. ágúst kl. 20

Taizé-messa verður í Akureyrarkirkju sunnudagskvöldið 13. ágúst. Sr. Guðmundur Guðmundsson mun leiða helgistundina en Eyþór Ingi Jónsson, organisti, stjórnar kórnum. Taizé er helgistaður í Frakklandi þar sem iðkað hefur verið einfalt helgihald með samnefndum söngvum. Einfaldleikinn styður við íhugunarhefðina sem þar er stunduð og verður rætt um og fjallað um kristna íhugun að kvöldi dags.

Þá verður frumfluttur þýðing á sálmi sem sr. Guðmundur hefur gert. Sálmaskáldið er  tékkneskur siðbótarmaður, Jiri Transloský, sem hafði mikil áhrif á lútersku kirkjuna í heimalandi sínu með þýðingum sínum og kveðskap. Lagið eftir Pan Buh.

Ræðan mun hverfast um miðerindið:

Kristur í mér, frið ég á og frelsi
frá því helsi,
þér heilshugar þjóna hlýt,
hjartað slær, ei steinn,
fagna ég, náðar nýr,
núna aldrei einn.