Óskalagatónleikar Óskars P. og Eyþórs föstudag 4. ágúst kl. 20

Í kvöld verða óskalagatónleikar Óskars Péturssonar og Eyþórs Inga Jónssonar í Akureyrarkirkju kl. 20-22. Þeir hafa verið mjög vinsælir „í ca. hundraðasta skipti um Verslunarmannahelgi“, segir Eyþór á facebook-síðu sinni. Eyþór Ingi segir að myndin frá því í fyrra sem fylgir hér með sýni flygil og harmóníumorgel en í kvöld ætli hann að nota rafmagnshljóðfæri.

Þeir munu flytja lögin sem tónleikagestir biðja um og örugglega gera nokkrar misheppnaðar tilraunir til þess að vera alvarlegir þess á milli. Hann hlakkar til að sjá sem flesta í kvöld.

Kirkjan opnar kl. 19.15

Miðasala við innganginn. Miðaverð 2000 kr.