Nístandi fátækt neyðir börn og ungmenni út í vændi og glæpi. Gefum þeim séns!

help_kampla01Hjálparstarf kirkjunnar hefur hafið fjársöfnun fyrir verkefni í þágu barna og ungmenna í Kampala höfuðborg Úganda en þangað liggur þungur straumur ungs fólks í von um betra líf. Því miður bíður flestra þeirra hins vegar atvinnuleysi og eymdarlíf í fátækrahverfum og mörg ungmenni leiðast út í smáglæpi og vændi til að lifa af.

help_kampala02Hjálparstarfið hefur sent valgreiðslu í heimabanka landsmanna að upphæð 2.400 krónur en einnig er hægt að leggja inn á söfnunarreikning nr. 0334-26-050886, kt. 450670-0499, gefa frjálst framlag á framlag.is eða hringja í 907 2003 og greiða 2500 krónur með næsta símreikningi.

Smeltu á myndina hér fyrir neðan til að fara á framlag.is hjá Hjálparstarfinu.

gefum_sens_help