Messa verður í Akureyrarkirkju sunnudaginn 14. maí kl. 11. Í messunni mun portúgölsk tónlist hljóma. Sr. Svavar Alfreð Jónsson messar. Birkir Blær Óðinsson flytur Amar pelos Dois, Eurovisionlag Portúgala í ár. Elvý G. Hreinsdóttir syngur Heimalandið, (Ó Gente da Minha Terra), portúgalskt Fado við íslenskan texta Hannesar Sigurðssonar. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja portúgalskan messusöng. Eyþór Ingi Jónsson spilar portúgalska orgeltónlist.
Messu með portúgalskri og brasilískri tónlist í Akureyrarkirkju 14. maí kl. 11
