Námskeið um sjálfstyrkingu – fjármál í Glerárkirkju 9. maí kl. 9:30

Félagasamtökin sem standa að Jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu hafa boðið upp á  námskeið um sjálfstyrkingu-fjármál. Næsta námskeiðið verður í  Glerárkirkju þriðjudaginn 9. maí nk. Það er nú opnið þeim sem telja sig geta nýtt sér það meðan eru laus pláss. Markmiðið er að styrkja þátttakendur í því að takast á við fjármál sín. Það byrjar kl. 9:30 og er til kl. 12:00. Þeir sem hafa áhuga geta verið í sambandi við Guðmund Guðmundsson, héraðsprests, upplýsingar hér fyrir neðan.

Námskeiðslýsing Sjálfstyrking – fjármál: Að læra aðferðir og leiðir út úr erfiðri stöðu, eins og fjárhagsstöðu eða öðrum verkefnum í lífinu. Hvaða viðhorf eru ríkjandi og hvers vegna næst ekki árangur í því sem við erum að fást við? Að skoða mögulega leiðir til breytinga og hvernig náum við árangri sem leiðir til betra lífs? Hvernig held ég áfram að vaxa í nýju spennandi lífi?

Kennari: Sigurður Erlingsson. Hann hefur starfað sem greiðsluerfiðleikaráðgjafi í ein 8 ár auk þess haldið námskeið og fyrirlestra um að ná tökum á fjármálum, námskeið fyrir einstaklinga í atvinnuleit, að byrja uppá nýtt eftir gjaldþrot og fleiri uppbyggileg sjálfsstyrkingarnámskeið. Þá hefur hann verið með greiðsluerfiðleikaráðgjöf hjá Hjálparstarfi kirkjunnar um nokkurra ára skeið. Hann rekur vefsíðuna www.velgengni.is og hefur skrifað fjölda af greinum sem hafa birst þar og í öðrum fjölmiðlum.

Sigurður mun bjóða þeim upp á einkaviðtöl sem þess óska eftir hádegi á þriðjudaginn 2. maí.

Skrá þarf sig á námskeiðið hjá Guðmundi á skrifstofu Eyjafjarðarprófastsdæmis í síma  897 3302 eða á netfang hans gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is