Vorhátíð barnastarfs Glerárkirkju 7. maí kl. 11

Vorhátíð barnastarfsins í Glerárkirkju hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Eydís Ösp Eyþórsdóttir Æskulýðsfulltrúi þjóna.
Barna- og Æskulýðskór Glerárkirkju syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur og Agnesar Gísladóttur.
Að guðsþjónustunni lokinni verður efnt til hátíðar, grillaðar pylsur, hoppukastalar, andlitmálun og ýmislegt annað verður á boðstólnum.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Megið alveg deila að vild 🙂