Kyrrðardagar á Löngumýri 5.-8. júní

„Hvílist um stund“.

Boðið er til kyrrðardvalar á Löngumýri í Skagafirði, dagana 5.-8. júní.

Dvölin hefst með helgistund kl. 18:00 síðdegis þann 5. júní (2. hvítasunnudag) og lýkur eftir morgunverð og stutta kveðjustund, fimmtudaginn 8. júní.

Heildarverð er kr. 48 þúsund (gisting, uppbúin rúm og allar málíðir, baðherbergi almennt ekki inni á herbergjum en vel séð fyrir þeim).  Þetta verð er nokkuð niðurgreitt og meiri niðurgreiðsla fæst fyrir hjón.

Áhersla verður á kyrrð og næði.  Boðið verður upp á morgunbæn og messa verður síðdegis, einnig sameiginleg stund (báða heilu dagana) þar sem fólk er leitt inn í íhugun og svo þögul ein sameiginleg bæna/íhugunarstund.

Þátttaka í öllum stundum er valfrjáls.  Einnig býðst andleg fylgd (spiritual direction), daglega (30-45 mínútur) – tekið er mið af hefðinni frá Ignatíusi Loyola í þessum viðtölum.

Eftir upphafsstund að kvöldi mánudagsins er haldið inn í þögnina sem almennt ríkir fram í morgunverðinn á fimmtudegi.

Umsjón með þessari kyrrðardvöl hafa hjónin Vigfús Ingvar Ingvarsson og Ástríður Kristinsdóttir, á Egilsstöðum.

Skráning – fyrir 15. maí – og nánari upplýsingar á netfanginu vigfus50@gmail.com  eða í síma 863 6866.

Ástríður og Vigfús Ingvar

Hér eru nokkrar myndir frá Löngumýri en þar er góð aðstaða fyrir kyrrðardaga: