Lokahátíð barnastarfs Akureyrarkirkju sunnudaginn 30. apríl kl. 11

Lokahátíð barnastarfs Akureyrarkirkju sunnudaginn 30. apríl kl. 11.00.
Við byrjum á fjölskyldumessu þar sem báðir barnakórar kirkjunnar syngja undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað og um samveruna sjá sr. Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson.

Að lokinni samveru í kirkjunni verður pizzuveisla í Safnaðarheimilinu. Krakkadiskó, krap og popp í fundarsal, andlistsmálun og fleira skemmtilegt. Hoppukastali verður úti á plani.

Sjáumst og eigum saman skemmtilega stund í kirkjunni.