Kjörnefndir í hvert prestakall og skráning sóknarnefnda

Nú stendur yfir kosning kjörnefnda í öllum prestaköllum landsins. Í byrjun apríl sendi biskupsstofa upplýsingar um kjör til sóknarnefnda árið 2017 og um kostningu í kjörnefndir. Bæði Akureyrarkirkja og Glerárkirkja auglýsa nú eftir fólki til að gegna þessum ábyrgðastörfum fyrir hönd safnaðanna. Í Glerárkirkju stendur fyrir dyrum kosning á presti þar sem sr. Jón Ómar Gunnarsson er á förum til nýrra starfa í Fella- og Hólakirkju. Þá verður nýr vígslubiskup kjörinn næsta haust. Nú verður það kjörnefndin sem kýs eftir umfjöllun matsnefndar á umsóknum. Í áðurnefndu bréfi eru leiðbeiningar um skráningu á vef kirkjunnar á sóknarnefndarfólki og annarra embætta sóknanna eftir aðalfundi í vor. Það er brýnt að hafa þessar upplýsinar réttar. Ef einhver er með spurningar um málin má vera í sambandi við prófast eða héraðsprests eða Hönnu Sampsted á biskupsstofu.

Tilkynning til sóknarnefnda – kosið sé til kjörnefnda

Kjörnefnd skráningarblað

Leiðbeiningar vegna skráningar á innri.kirkjan.is