Íhuganir undir krossinum

Dagskrá á föstudaginn langa 14. apíl nk. í Glerárkirkju kl. 14 ber yfirskriftina: Íhuganir undir krossinum. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, flytur erindið sem hann nefnir: Golgata og píslarsagan með augum 22. Davíðssálms: Áhrifasaga sálmsins í máli og myndum. Hann hefur nýverið gefið út bók um áhrif sálmanna á menningu erlendis og hérlendis. Hann mun sýna myndir með máli sínu. Samveran hefst með stuttri helgistund í kirkjunni. Þar mun Margrét Árnadóttir syngja einsöng og Valmar Väljaots spilar undir. Boðið verður upp á kaffiveitingar og gott samfélag.