Föstuganga í Laufásprestakalli

Efnt verður til föstugöngu í Laufásprestakalli á föstudaginn langa 14. apríl. Gengið verður með Kristi frá Végeirsstöðum í Fnjóskadal kl. 11.00 (16km), frá Svalbarðskirkju kl. 11.00 (16km) og frá Grenivíkurkirkju (9km) kl. 12.00 í Laufás.  Mikilvægt að vera í góðum skóm og taka með sér vatn! Í Gestastofu/Þjónustuhúsi í Laufási verður boðið upp á súpu og drykki gegn vægu gjaldi. Dagskrá í tali og tónum verður í Laufáskirkju kl. 14.30 í umsjá Petru Bjarkar Pálsdóttur og Þórs Sigurðssonar. Aðgangseyrir enginn. Björgunarsveitir í prestakallinu vakta gönguna. Verið öll velkomin og gangi okkur vel!

Petra Björk Pálsdóttir og Þór Sigurðsson með dagskrá í Laufáskirkju kl. 14.30

Föstuganga á síðasta ári

Laufáskirkja í ljóma norðurljósa