Góðar umræður á héraðsfundi 2017

Á héraðsfundi 1. apríl sköpuðust áhugaverðar umræður sem ég vil fylgja eftir. Dr. Hjalti Hugason, prófessor við guðfræðideild HÍ í kirkjusögu, hélt þar vekjandi erindi sem hann nefndi: Þjóðkirkjan á þröskuldi framtíðar. Eftir að hafa litið til sögunnar og þeirra breytinga sem orðið hafa frá bændasamfélaginu til nútímasamfélags blasir við kirkjunni nýir möguleikar. Hann sýndi eftirfarandi glæru sem ég vil leyfi mér að birta hér til áframhaldandi umræðu.
Þessi atriði tel ég vera ágæt leiðbeining fyrir kirkjuna og stefna til framtíðar. Kirkjan þarf að vera sjálfri sér trú bæði varðandi boðskapinn sem henni er trúað fyrir og þjónustuna sem hún er kölluð til. Stílbreytingin gæti verið frá hátíðarkirkjunnar til safnaðarins sem stendur með fólkinu sínu á gleði og sorgarstundum, sem stendur með þeim sem líða og eiga í erfiðleikum. Við höfum yfirdrifið nógu mikið af húsnæði en þurfum að leggja áherslu á auðgandi samfélag. Það er með því að tala sannleikann og ganga með þeim sem þurfa samferðafólk. Þá komum við að því sem er ekta við trúna, að öll erum við þurfalingar á göngu með Drottni.
Líkar viðLíkar við