Fyrirlestraröð á Möðruvöllum

Nú stendur yfir fyrirlestraröð í leikhúsinu á Möðruvöllum í tilefni af 150 ára afmæli kirkjunnar. Fyrsta erindið flutti dr. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við guðfræðideild Háskóla Íslands. Hann fjallaði um þjóðkirkjuna og framtíð hennar 16. mars. Þá sagði Brynhildur Bjarnadóttir frá sögu Möðruvalla í forföllum Bjarna Guðleifssonar föður síns þann 6. apríl. Kór Möðruvallakirkju söng fjögur lög svo það var margmenni í loftstofunni í leikhúsinu. Næstu fyrirlestrar verða auglýstir þegar nær dregur.