Fermingar og helgihald í Glerárkirkju

Ferming laugardaginn 8. apríl
Þann 8. apríl n.k. verður fermingarmessa í Glerárkirkju. Prestar kirkjunnar þjóna og kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
Helgihald sunnudaginn 9. apríl
Á pálmasunnudag verður messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar, kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Að messu lokinni er foreldrum boðið í létt spjall um atferli við fermingu.